Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Bifrastir blika bálflóðsins kvika,
Sléttuna læst hafa ljós-baugi kring.
Brennan að bæjum, bithaga, slægjum
Þrengir sinn skinandi skjaldborgar hring.
Byljirnir feykja, báltungur slcikja
Hvassar og langar, og land skafa svart.
Grænskógur snarkar, gamallar bjarkar
Lýsir sem út-viti eldlauíið bjart.
Biksvartra búa bálinu snúa
— Dreifðar sem flóttalið — fylkingar mót:
Hlífðarlaust erja, heimilin verja,
Þoka ei eld-drómans harðfjötri hót.
Lof sé þó loga! Lof þeim sem voga
Tendra ’ann — sem ljóðskáldið lýðhvöt við rím.
Hátt varð að funa, hratt þurfti að bruna,
Sinuna að brenna út, haustnótt og hrim.
Old vor eld-hrædda, útslökkvi-mædda,
Hvar mun öll sturlun þín, strit þitt og kíf:
Haga og hæðir haustlaust er græðir
Vor — og hvert grasstrá er gróandi líf?
Hugans á heiðum haust-sinu eyðum,
Stingum nú eld’ i það andlega mor !
Hlutverk, að voga hleypa út loga,
Kvnslóð vor á fvrir komandi vor.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>