- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
52

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Kað ílökti ei blær yfir mjallanna höf.

Og fent er hver hreyfing og frosið hvert hljóð,
Og foldin er þögul sem gröf.

Tungl-skinið tært

Bleik-gyllir snjóhjarnið bláhvítt og glært.

Og fönnin og máninn svo mála nú kvöld
Að móti ei neitt fvrir skóg’ eða bæ.

Pað stirnir i eldaugu stingandi köld
Sem stara úr fjöleygðum snæ.

Slegin og slétt

Leið mín |)ó virðist, ei vakurt né létt
Um slóðarlaust stórskeflið rennur mín reið,

Þar rís upp i brotum inn hnédjúpi snjór.

Það hriktir í aktaug og marrar i meið,

Og mjallgrár af hélu er jór.

Hrönn er við lirönn,

Bárur og straumrastir steyptar úr fönn —

Hér hefir vetur stefnt hestunum vilt,
Hlykkjóttan þverstreng við brekkuna lagt
Og vandvirknis útliti akursins spilt,
í ærslunum strykar hann skakt.

Bygð min er breytt.

Fjölhagi er vetur, þó efnið sé eitt,

Hann lagt hefir grámúra girðingar við
Og garðstaura fært upp á hatta og kjól,

Og sópað í kollinn á hólunum hlið
En hlaðið upp lautir og skjól.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0056.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free