- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
60

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eins ljóma í geisla daggvot blöð
Pá út um skúra-skýin svört
Sést skína um dagmál sólin björt.

()g vorsins yndi og örugt traust
Mér otið t’anst í svip þinn inn
Og viðmót hýrt og hispurslaust.

Sá hreinleiksblær uin skapnað þinn
Sem hríslan granna og græna ber,
Er gróðrar-skúrin fallin er.

Og eins þó haustlegt kuldakast
Pér kældi skap um litla stund
í’að upp i hláku óðar’ brast.

Og ekki er vori þrái í lund,

Þó stundum yfir efstu fjöll
I}að óvart hristi hvita mjöll.

Og mér fanst æ við orðin þín,

Mér opnast heimur fagur-skýr
Og alt ið forna sökkva úr sýn,

En sjónar-hringur birlast nýr.

Svo breytir vorið velli og björk
Og víkkar heimsins endimörk.

Það var sem inst í öndu mér
Að augun þín þú hefðir fest,

Og eins og vísað væri þér
A versin þau sem kvað eg bezL
Svo ratar vor á blóma-blað
Sem býr í skugga á eyðistað.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0064.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free