Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Grotta-söngur.
Kvörninni snúum,
Kreist við höfum fast
Möndul unz bak okkar brast.
Nótt og dag Grotta við gnúum —
Mölum nú, mölum nú liast
Blóðið undan nöglunum, beinin út úr hnúum!
Hárbeittar hendingar hvast
Höggvi í bardaga-ljóði!
Vakirðu, vakirðu, Fróði?
Þessar hendur hafa unnið
Heimsins þunga mannlífs-starf.
Hvað að launum ? Hvar er runnið
Kjara-happ til vor í arf
Okkar feðrum frá? sem þreyttir,
Frelsi ræntir, blóði sveittir
Unnið höfðu í örbirgð kaldri
Æfiverk á hálfuin aldri —
Hlutu loka-launin rif:
Leiði týnt um slitið lif.
Munu ei vor og vorra barna
Verða sömu launin rétt?
Sérðu grilla í garðinn þarna?
Gröf við gröf þar raðast þétt —
Feður okkar orpnir moldu,
Ætt vor hvílir þar í foldu.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>