- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
109

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En sléttlendið niðri og eyrargrund öll
Af árstraumnum nöguð og slitin —

()g hvert sem hann k*it voru frostbólgin fjöll
Og fjarðar-lönd stórveðurbitin.

En hafþokan rauk inn og raðaði sér
I reimar af isgrárri móðu.

Hann spurði: Hvað ætlar þú Isafold mér
Fyrir akrana mina þá góðu?«

— Hún dró upp frá norðrinu blindroku-byl
Og brimgarð á skerjunum reisti,

Og víkinni sneri i hringsog og hyl
Og hafskip frá akkeri levsti.

Hún þrumdi í heljarróm: »IIorfðu þar á
Sem hrönnin á skerjunum brýtur!

Þar býð eg þér dauða ef sekkurð’ i sjá,

En sigur og höpp ef þú flýtur.

Hún tróð í hvert fjallskarð og flatti i hvert gil
Sitt fannkyngið stormhörku-þétta.

Og neðan úr fjörunni fjallgarða til
Lá frostheflan gnæfandi slétta.

Þá ákvað hún: »Mannanna bróðerni og l>jörg
Eg banna þér árstímann hálfan,

Og þræll skaltu lafa við leiðindi mörg
Eða læra að treysta á þig sjálfan.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0113.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free