- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
111

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og gömul var orðin hans æfi á storð
Þó útlit hann fertugan kvæði.
í orustum hjó ’ann og hörpuna sló
Með Hálfi og Völsungum bæði.

í þrjú hundruð ár hafði þjónað með frægð
Hjá þjóðkunnum hetjum og köppum.

Og hann bar í muna sér minninga-nægð
Úr mannraunum þeirra og höppum.

En það kváðu liirðsveinar: hljóðlaus og stirð
Að harpan ’ans myndi, in forna:

Með hljómandi slögum þá lék hann sín lög
Við ljóðin um kappana horfna.

Frá fornaldar dögunum geymdi hann gull

Og gersemum nútímans dýrra

Hann taldi það. Öðrum fanst ástæða full,

Að ágætast væri það nýrra.

Og kynlegar sögur hann kunni og lög
Við kertaljós, norna-gjöf, hékk ’ann.

Til ösku er skarið þess útbrunnið var
Ur álögum helvegu gekk ’ann.

í tvær aldir jafnaldra sinn hann ei sá,

Fjær sifjum og ættjörðu bjó ’ann —

I Danmörk stóð garður hans, Græningi á,

En gestur i Noregi dó ’ann.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0115.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free