- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
115

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Af framvísi og landskostum átt hefði stað
í öndverðu á Ætternis-stapa.

»í tíð vorra Iangafa« — sumra var sögn
»Við sveit okkar luku in máttugu Rögn«.

En það taldist sumum af aulaskap ýkt.

En aldrei kvaðst þjóðkirkjan véfengja slikt.

Né vígja svo guðlausa gapa.

— En all-lengi höfðu þeir haldið þann stað,
Því haugar og beina-rusl sannaði það
Sem um-merkti Ætternis-stapa.

En ekki var fólkið þar fáráðum blítt,

Við ílækinga matsárt og gestrisið lítt,

Pó útföl því væri hver innsveitar-dvgð
Ef erlendur flangrari skauzt þar um bygð
Sem herramanns hátt var að apa.

Menn dreymdi þá sældarlífs samskota-laun
í sjálfkunnar Paradís — Ovita-raun
Varð umbót á Ætternis-stapa.

í landareign þeirri var hamra-brík há,

Beint hengiflug niður i kolsvarta gjá.

Og öllum sem dæmdu þeir óþarfa-menn
Þar ofan þeir steyptu — og sumum varð enn
Þar óvöruin út af að hrapa.

Og eins var það siður i einhvern ef fauk
Af andhælis-göngum við lifdaga-hnauk,

Hann stökk fyrir Ætternis-stapa.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0119.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free