Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Hún sögð var í fornöld, og afgömul þá.
Úr skinnbókum skal eg það snapa —
Pó finst mér eg stundum þann sveitarbrag sjá,
Ef svipast eg snögglega húsglugga frá,
Sem einkendi Ætternis-stapa.
Surtarlogi.
Suðurloft dregur upp dimmrauðan bakka.
Dunandi skruggur og blásandi vind,
Eldskriðum fyllir það íjalldal og slakka,
Funar á l)ergi og logar á tind’.
Leika á þræði
Lögur og svæði,
Bifröst öll hrunin og bálsokkin er —
Brennur að sunnan í orustu-æði
Eldguðinn Surtur með leiftranna her.
Himinsins stólpa-brú hneig undir byrði
— Hersveitin fyrsta um ljósbrotin rann
Jörðin svo grafreitur guðanna vrði,
Göfugri er hún og traustari en hannl
Ymis úr beinum,
Bergföstum steinum
Yar hún af órofi aldanna gjörð —
Tröllsins sem lifði með eilífðum einum
Aður en til vóru guðir og jörð.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>