Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
í eðli þín sjálfs eða utan úr lieim,
Og átt við þá, sigrað með kvölum,
Hvort sérðu ei stundum, er situr þú einn
()g sólin er runnin af glugga
En veður í skýjum hið tómláta tungl,
Sem tindri i glámeyga skugga?
1SD5
llluga-drápa.
I.
Gjálpandi bárurnar gljáðu af deginum,
Glampaði dagsbrúnin austur á leginum.
Stórveðra hrollur var enn þá í öldunum,
Yptu við klettana bláhvítum földunum.
Drangey var risin úr rokinu og grimunni,
Rétti upp heiðnaberg hvassbrýnt að skímunni.
Drangana liilti úr hafsjóum flæðandi —
Hríðin var slotuð og stormurinn æðandi.
Árgeislinn fyrsti um Tindastól tindraði,
Tindurinn efsti á húminu sindraði.
Hvítnaði rökkrið í rof fyrir löndunum,
Reykjaströnd griltist með sæbröttu ströndunum.
Náttskugga-fyllurnar fjarlægðust dvínandi,
Fjörðurinn opnaðist, breiður og skínandi,
Suður til heiða frá sæbotni skáhöllum —
Sólheimur ljómandi, varðaður bláfjöllum.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>