- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
124

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hann sem til síðasta og sárasta dugaði
Sjálfur var rór þó að ofraunin bugaði.
Glottandi á þá sem í herkví hann hringuðu
Horfði á meðan um forlög hans þinguðu —
Lokið var staríinu, stríðinu, raununum!

Stóð hann þar feimulaus, beið eftir laununum.

Loks mælti rorbjörn svo: »Eið þinn og efndirnar
Illugi þigg eg, sem gefa upp hefndirnar.

Ann þér svo lífsins — Ef afsegir hegg eg þig!
Ofús í hættu við sax þitt að leggja mig.«

»Högðu þá«, anzaði Illugi glottandi
Eiðspjöll og lífhræðslu Þorbjarnar spottandi —

Vömmin og ragmenskan, viðsjár að leita sér,
Vann það sér nauðugt og snevpt af að beita sér.

III.

Raun var að líða frá langframa gæzkunni,
Ljósinu, deginum, frægðinni, æskunni.

Alt breiddi faðminn við lífinu laðandi:

Landið og haf-mið í sólroða baðandi,
Víðtlevgar, stórlátar vonir í barminum,
Vaskmennis traustið á kraft sinn i arminum,
Oskin að lifa í Ijóðsnild og sögunum
Landsins síns þegar að kveldaði dögunum.

Hvað var það alt móti ógoldnu hefndunum
Eða sem níðingur bregðast í efndunum?
Dauðinn varð leiðin að ljósinu, sanninum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0128.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free