- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
20

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Hver dagur varð vika, en vikurnar ár,
                og verst sú er næst fór í hönd. —
Hve ánægð og tindilfætt hljóp hún þó heim
                um — helgar þá flýtti’ hún sér mest —.
Hún margtaldi líka hvern leiðindadag,
                en laugardagskvöldið var bezt!
— Og þó, þegar heim kom, var húsið svo snautt
                og hnuggin var foreldra brá,
Því kaup, sem hún fékk, ei til fæðis þeim hrökk
                og fatnaðs á smábræður þrjá.
Eða hve þreytuleg þaðan hún gekk
                og þaut yfir götuna ein,
Er skylda og tilfinning toguðust á:
                að tefja og verða ekki of sein,
Þá kvöldrökrið hana í þá dýflissu dró,
                sem dagsljósið slepti’ henni úr —
Já, hvað gengur fuglinum fleyga til slíks,
                sem flýgur í ólokað búr?

Á tómstundum ofan í »kver« var hún keyrð,
                svo kæmist hún »fermingu« að;
Sitt móðurmál lærði’ hún að lesa til þess,
                Svo langt: að hún stautaði það.
En svo fékk hún óbeit á sérhverri bók
                og sýndist hún »kverinu« jöfn.
Hún talaði ensku sem innfæddir menn,
                en ei kunni’ hún bókstafa nöfn.

— Já, kyrkjan kveðst ein kunna aðferð og tök
                á endurfæðing hvers manns,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0024.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free