Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has been proofread at least once.
(diff)
(history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång.
(skillnad)
(historik)
Hún Golden varð Síon vor. — Uppgangi í
hún eitt sinn var Sádóma skírð;
Af galtómum smáhýsum röð eftir röð
bar raun um þá spillingardýrð.
Sem framkvæmdir glæpir þau hrifu á hug
svo hryllileg, svipdimm og ljót;
Með strábrotnu gluggana, útstungin eins
og augu þar störðu okkur mót
Í kvos niðri á eyri í afdal hún stóð.
Um aldanna þúsunda-bil
Þar lafandi fljótstungan fram hafði sleikt
úr fjallhausnum skógvaxið gil.
Í kring stóðu hólar, én hátt uppi fjöll
»með hjarn yfir grænskóginn lyft,«
Og hnjúkarnir ráku upp höfuðin ber
af hríðum og frostinu klipt.
Og menn höfðu fullyrt, að fyndist þar gull,
og fastlega trúað því var,
Að Niflungar bergs hefðu fé sínu fleygt
og falið í gilinu þar.
Menn flyktust svo þangað, í fenginn að ná,
á fám vikum bærinn svo spratt,
Og gullsins var leitað og lifað á von
þvi lífi, er var skrykkjótt, en glatt.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>