Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has been proofread at least once.
(diff)
(history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång.
(skillnad)
(historik)
Svo flúði á burt þaðan hver sem að komst
— úr kreppuni að losa sig fús —
Og því stóðu mörg saman mannlaus og auð
in myrkfælnis-volegu hús.
Þó alt félli í verði, gat enginn neitt keypt.
En auðlegðin gekk á það lag —
Og tvisvar í viku kom eimlest þar inn,
sem áður gekk þrisvar á dag.
Nú stóðu þar kaupmenn, sem veiðimenn við
og villilýð helzt áttu kaup,
Og gistihús tvö, sem að töpuðu á mat,
en tvíborga létu hvert staup.
En þó svona væri, oss ferðlúnum fanst
hún frelsisborg kvöldið það samt,
Já, næstum eins fögur og foreldrahús
og fólkið alt vingjarnlegt jafnt. —
En heimfýsin drýgði okkur dagana þrjá,
sem dvöldum við strandaðir þar
Í leiðinda óró, unz eimvagninn kom,
sem okkur til Mannheima bar.
En kvöldið það hinsta, sem hèlt ég þar til,
í herbergiskró minni eg sat.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>