Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has been proofread at least once.
(diff)
(history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång.
(skillnad)
(historik)
En fallinn var enginn eins ómæli-djúpt
í algleymið það eins og ég.
— Já, svefn inna réttlátu sagður er vær. —
Eg svaf eflaust fastara af því,
Að fult hafði’ eg borgað og brallað ei um
nein banaráð farinu í!
Og því var, er heyrðist, hvar hraðlestin kom,
og hrópað til útgöngu var,
Og rendi sér undir vorn aftasta vagn,
ég óttalaus vaknaði þar.
Hver sála var flúin, en innbyrgður eg
til útkomu freistaði lags.
— Frá handfestu-draugum af götu ei geng,
en »gufurnar« flý ég nú strax.
En séð hef ég aldrei svo örvinglað fólk,
það æddi jafnt kornungt og hrumt,
Frá vinum og frændum í voðanum hljóp —
frá vitinu líklega sumt.
Og margt lá í dyngjunni drepið og sært,
þó dró ekki af liðveizlu neinn.
— Þeir krömdu og blóðrisa beljuðu um hjálp,
en bráðdauðir þögðu eins og steinn.
Og þegar svo loksins að lögðum við upp,
sló líkfylgdarsvip yfir menn,
Með náina sex, og þá tíu eða tólf,
sem tórðu og veinuðu enn.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>