- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
110

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Kn flókahetla á höfði var,

A herðum röggvar-feld hann bar.

Kn svöl var fold og fjúkugt loft,
Og frostnæturnar langar oft.

Og næðings-kul hlés illa um
Hvern angurgapa á nærklæðum —
Kn þó að tog hans þætti grátt
\’ar þelið niðr’í silkiblátt.

Hann hækkaði og hékk við völl
Og hretin stóðst og lifði öll.

Á sumardaginn fyrsta fyrst
Hans flóka-grima opnaðist.

Þar stóð hann himinboga-blár
í brekkunni með sólgylt hár.

Og skálin hans var gul sein gull,
Af geislum sólar barmafull.

Og blöðin Ijósblá lyft og þönd
Sem loftheiðríkja i bikars rönd.

En undir börmum ýrði í rautt,
Sem æðablóð þar glitti l)lautt.

.E, komdu sæll! Eg syng um þig,
Þú sumargjöf, i ætt við mig!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0114.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free