- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
120

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Því óttans nag með illra slysa vonum
Varð áfjáðast í nærveru með honum.

Hans vald var stórt, sem svona sat að ríki
Með Seif og Hades, bæði uppi og niðri —

Nú kom hann þó í Ijóssengilsins líki
í líknarferð í harðstjórninni miðri.

Hann átti þátt í öllum ríkismálum,

En enginn vissi’ hann bjarga týndum sálum.

í krökkum sæg af tilskipunum tómum
Um takmörkun á þjóðar lífi og högun
Gat slæðst inn bæn um vægð í dauðadómum
Frá drápsnefnd hersins, settri gagnstætt lögum.
Að ráða henging hnefarétt’ var falið
Og hervaldið til framkvæmdanna valið.

V.

»Á miskunn yðar máli því eg kasta
Vor milda hátign! ræð til þess og bið að:

Sá fanginn, númer átján-þúsundasta,

Sem á að hengja mætti sleppa við það!

Þvi líf hans sparað látinu hans getur
Til landhreinsunar dugað okkur betur«.

))Því hann á ráð á bótum sinna brota —

Ef boðskap yðar lagavaldið hefur
Til ríkisheilla að niðurfella og nota
Slíkt náðarleyfi er yðar hátign gefur:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0124.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free