- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
138

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

v.

Um síðir hún rann þó, hin sárþreyða stund,

Að sjá enn þá heiminn og daginn!

Því hvað vóru fjötrar um fót og um mund
()g frostgrimd og helslóð um snæinn
A móti því gengi, að anda sér að
Svo albjörtu lofti, og hreyfast úr stað.

En nú var þó ættjörð hans óhlíð og tvist:

Einn afdrepslaus snjóþyngsla geimur,

Ein hvítsléttuð eyðimörk ferleg og fryst,

Og frostkólgu rökkvaður heimur.

Sjálf faniikingjan vermdist af vináttu hans,

Því var hún ei skaut þessa elskaða lands?

Við böðlana gladdi’ liann sig — gálgavörð þann
Sem glötun var falin lians andar —

Sem nærri því möttust um meinsemd við liann
Og meiðing. Pær hunds-sálir vandar
Til ódáða spönuðu ei geðið hans graint.
þau glapræða-tól vóru landar hans samt!

Og kúgaða fólkið hans! keikt var það enn,

Því kopraði ei grand eins og öðrum,

Og þeir voru kempur og karsklegir menn
Þeir kotunga-synir frá Jöðrum.

Þeim sá ekki feigðarmark ættlerans á
Frá ofnautn né dáðsveltri verksmiðju krá.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0142.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free