Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Snæfríður.
Öll er hún klædd í hvíta-lín
Svo kurteist og mjúklega, sveitin rnín!
Með sólskinsins gullhlað um glaðviðris-enni.
Og hláku-blikunnar brjóstið hátt
Sig bólstrar, við þíðunnar andardrátt.
Og fjöllin sig spenna lygnu-lágt,
]»au leggja sig nú, sem belti blátt
Með blikandi spöngum, um mittið á henni.
1917
fsabrot.
ís að leysa! I leitir rólar
Lækja-veisa að ós.
Berum keisum bleikir hólar
Blasa úr hreysum snjós.
Flóa-lygnur víkka víddir
Vatns-uppstigningar.
Snjóar svigna í herðum, hýddir
Hryðju rigningar.
Áin gýs, úr stíflu stillu
Straumföll rísa keik.
Brota-ís í flota-fyllu
Fremur hnísu-leik.
Stephan G. Slephansson: Aiulvökur 3
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>