- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
31

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Á sér fætt ið fyrra árið
Fella af kolluin skírnarháriö.

Grösin teygja úr öllum öngum,
Aspir greiða úr báðum vöngum
Skúfa hadds, sem hrynja á bárum
Hrokkinsnúnum, fagurhárum.

1920

Innreið vetrar.

Völlinn ríður veturinn,
Veður-blíðu tregur.

Frosts og hríða faðirinn
Fyrir-kvíðanlegur.

1921

Miðmorgunn.

Þrösturinn norður um sólskinið syngur
Selflutnings-ljóðin, í runninum yzt,

Þó að af söngfuglum syngi hann styzt,
Sækinn að hæsast af haust-mútum fyrst!
Einkvæður mansöngva munaðarseggur!
Hlúandinn laufsveiga leggur
Lyndum um ennið, sem hrukkurnar slétta.
Seljurnar bersnauðar barnshendur rétta
Sólaruppkomu, á sárkalda fingur

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0037.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free