- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
38

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Við leiðin drengjanna minna.

Veri þiö sælir dag eftir dag!
Duftinu háöir,

Fallnir í gröfina í fóst-bræðralag
Frændurnir báðir.

1909

“Finis Finnlandiæ”.

— t>egar Rússastjórn hafði “innlima’ð” Finnland forSum,
hrópat5i einn af ræ?ismönnum Rússlands: “Finis
Finn-landiæ!” í>. e. FaritS er Finnland! —

Vonzkan boðar Finnland farið,

Fólkið sig er hefir varið,

Hrakið út á yzta tanga
Örðugs lífs, um götu langa,

Hefir eitt og öndvert staðið
Uppi kringum hinsta vaðið.

Undir fótum flag og klaki,

Feigð í dyrum, auðn að baki.

Haldið ei, að hofmenskunni
Heimskri ratist satt að munni!

Hún, sem aðeins hrakspár fóla
Hyskin nam, í lífsins skóla —

Finnar röktu í æði og eiði
Óðins dæmi á hanga-meiði,

Hafa á eigin orku leyfi
Eldinn sótt með Promeþeifi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0044.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free