- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
47

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Gleðileg jól!

— Jólakveðja til manns, sem mlst haft5i dreng sinn af
slys-förum, og ritaði höf. bréf um það. —

Eg sendi þér leikandi svein, þessi jól,
í syngjandi hending, ef mátt til þess ætti!

Eg skil hvað þér líður — Um holt g^gnum liól
Sér hugur sá til þín, sem veit livað þér mætti:
Við borðið þitt áttu nú ófyltan stól,

Og öll brenna ljósin með daprara hætti.

En þegar á drengina, mistu, er minst,

Og meðblíðu jólin, sem framar ei veitast,

Þá sjáum við einatt að vistin hér vinst
í vonir sem bregðast, og óskir sem þreytast —
En þeir koma sífelt með huglætið hinzt’!

Og hvernig sem gengur, þeir við oss ei breytast.

1910

Jólavísa, til föður dáins drengs.

Þó að jóla fró og frið
Fjörs og lífs við höfum,

Þeir munu búa betra við,

Sem blunda niðr’í gröfum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0053.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free