- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
55

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Orðin böl — á borð við elli
Búðarseta í lágu felli,

Skundar til Lögbergs létt úr helli,
Litast um sveitir. Þangað fer
íslands vona-vættur hver.

Ögmundur á baki ber
Þangað allar erfða-föggur
Af því sem að gegnir ver.

Álög þess við Islands vöggur
Eiga að losna hér,

Steypt í foss eða stjökuð í hver!
Hugurinn Baldvins, hár og glöggur.
Hefir svo öllu stefnt að sér.

Slegið hefir lýsing lands
Glóð um Baldvin — Blys á vegi
Bar hann um myrkrið, fyrir degi.
Logar iða um ársal hans.

Skininn leiftri skelfur boðinn,
Skikkjan hans er eldi roðin.

Lyftir undir lágnótt tíðar,

Leggur upp allar dala-hlíðar
Geisla af ljóma ljósberans,

Inn yfir þingvöll þjóðhugans

Hvar sem örva og opinskára
Eflir og ver um hópinn sinn,
Æskan — hún, sem á að mannast

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0061.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free