- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
66

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Það er hlökkun þeirra yfir
Því, hjá sínum frjáls að vera.
Frændsemin, með húfu á höfði,
Heimakomna sig að gera.

Þeim mun enn í kynið kippa
Kyngin þín og árafjöldin —

Út til þeirra fjalla-fóstran
Flytur bergmál, undir kvöldin.

Og við förum fyrst að leita,

Fram við strönd og upp’ í skarði,
Hvað af gullum okkar enn sé
Óbrotið í föðurgarði —

Stundum inn í garðinn göngum,
Grafar-steinninn þó sé máður,
Störum eftir visnum vöngum,

Við sem höfðum klappað áður.

Ver ei, móðir, hörð þó hyggjum:
Háttum okkar miður farinn
Heimstrokning, með hálfan mjalla,
Heitin góðu fyrirsvarin,

Sem fyrir bónbjörg offrar erfðum,
Og ei neins það lætur fá sér:

Þó að utan-sveitar svoli
Settist upp í búið hjá þér —

Veiztu, að ekkert auðnuleysi
Er af völdum hans, sem spáði,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0072.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free