Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Vigfús Halldórsson.
Huga til hafsins svo heitt feldir þú —
Víðir samt varð þér ei varanlegt bú —
Ósklausri æfi er ágætar’ þó,
Þurlendis þreyja við þrá út á sjó.
Ást þín til Ægis var alls eigi kyn,
Sorg ykkar sveipaði samskonar skin.
Hlýlega hjúpar ’ann harmadjúp sitt
Blíðviðris brosi, eins björtu og var þitt.
Oft gerðust aðrir, af ofurkapps trú,
Hraps út í háskann til hvatari en þú —
Fæstir þeir finnast, ef fleyi berst á,
Strengdir við stýrið í strand-reki af sjá!
Hnígið í hrannir svo hefðir með ró,
Hinzta stríð liefðir þú háð út’á sjó —
Sama með sinnið, á síðustu höf
Lagðirðu, á landi, til lægis í gröf!
Útfarinn óskar, og á festir trú:
Hugarins húfi að halda sem þú —
Ver þú sæll, vinur! Eg veifa að þér hönd
Sam-mæla söngs míns, frá sólarlags-strönd.
1922
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>