Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Svona ganar borgar-erill ær
Um, til þess að vera framtaks bær —
Hvenær skulu velgerðin og verkin
Vinnu-hvötin? Ekki dollars-merkin.
Hvílík sóun, bæði á hjarta og hug:
Hégóminn og þetta óöa-flug!
Hve þau álög afar-löng og hörð
Eru, að svona góðri og fríðri jörð
Bölva skuli auðnuleysið okkar —
Erum bara stigamanna-flokkar!
Hugsun okkar eintóm mála-mynd:
Meinloka um boðorð eða synd.
IV.
Þarna loksins brosir bali mót,
Björk og rósir, líf, en ekki grjót:
Horn af Eden, engum manni vörðum.
— Annars væri skárst í kirkjugörðum —
Við höfum frelsað teig af sól og söng
Svona inní miðri borgar-þröng.
Hérna leifði af himni og jörðu reit
Hleðslu-græðgin: brot af “út’ í sveit”.
Mér finst eins og huga hingað bendi
Heilsa og frelsi í lífsins verndar-hendi.
Eins og vonin okkur hafi rétt
Inn í skuggann þenna sólskins-blett.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>