- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
200

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Með forréttindi, að bjargast af:

Að hefð og dramb og dýrðin þar
Gat druknað eins og hásetar!

Hér fórst ei stórt né státlegt far,

En stjórn þess hvergi svikin var —
En þar var inn, ef enginn sá,

Hver ótrygð greipt í fenju þá.

Þær stóðu í og undir kjöl
Og innanborðs, við hjálmunvöl.

Þá höfðu okkar hugir föng:

Að hringja hverri “Líkaböng”.

En nú er þögn og annað að,

Því ómaki ei tekur það,

Að skálda sálma-söng á þá,

Sem sukku hinztu vörnum á.*

IV.

Og við, sem fljótum, verðum enn
Að vísu lengi sömu menn:

Við siglum um með sveig og krans
Á sjávar-leiði hégómans,

En stjökum iðju, auðs með hramm,
Á ófæruna að hrinda fram.

1913

* Það var ímyndun, sagan, at5 sungiíS væri ::,,Hærra
minn guð til þín”, meían „Titanic” sökk. Höf.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0206.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free