- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
223

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

“Hjá þeim sem að hlynna að ment og hugar-

Þreki,

Þeim, sem vinna að vissu og speki,

Verð eg helzt á líku reki.”

“Og þar kynni myndin mín, úr málmi þungum
Stara í skap hjá arfa ungum
Ætterni, þó skift sé tungum.”

“Get þar kannske mínum mög, að Mímisbrunni

— Svo hann lýðum lýsa kunni —

Lánað kraft frá minningunni.”

“Aufúsan á uppreist þar, þú ei munt tjá þig:
Dræmt muni til þess dalir ljá sig.

Dýrt sé fótabragðið á mig!”

“Happlaust þér eg hingað rakst, að hafa stjan

um.

Þungt er mér í þjóðklefanum
Þrévetrum í kjallaranum.”

“Þyngst mér félli, í þingtúninu ef þeir mig

geyma.

í “innlimun” eg aldrei heima
Átti. — Hvað menn sögu gleyma!”

“Ekki mér eg yndi þar, hjá uppsteypingum,
Brezka kóngsins kynblendingum,

Kjörfurstum á hreppaþingum.”

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0229.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free