- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
230

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ekkert áttu aö heyra
Úti, af rakka gjammi,

Lát ei inn um eyra
Eldhúss-skvaldrið frammi.
Hugann, heima-fjærri,

— Hvað sem annað varðar —
Gerðu að skemti-skærri
Skuggsjá lofts og jarðar.

Út í breiða-blikið
Blámóðunnar fljóttu.

Sé í víðsýn vikið
Veru þinni, og njóttu!

Sjáðu í haustsins hljóði,
Hvernig aftni miðar,

Sem með lita-ljóði
Laðar alt til friðar.

Er sem haustið uni
Öllu er hefir bjargast,

Þó að mót-vægt muni
Margt, sem hlaut að fargast.
Rótt, sem þýðar þakkir
Þreytu-manns í augum —
Skruggu-byljir blakkir
Byltast hvergi á taugum.

Gleymir flissi gjöllu
Grózku ofsalilátur.

Bros er yfir öllu,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0236.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free