- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
234

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Huldu-silfurs þræðir.

Hengja — hvern sem noti
Hæl í niöur-tjóður —

Húsvilt fræ á floti
Fyrir næsta gróður.

Áin lygn með löndum
Læöist dalinn út um.

Fjara á flúö og söndum.
Fossarnir í mútum
Raula í hálfum hljóðum
Hikult gömlu lögin.

Hjaðnað hafa úr ljóðum
Hamra-bassa slögin.

Skyggir nótt. En 11 ær gljá
Njósnar-augu stjarna,

Bjartast blika þær frá
Bládimmustu þarna!

Ljós og ljóðakliðinn
Lúr og blundur slökkva —

Eitt sinn út í friðinn
Allir strengir hrökkva!

1916

Jafnaðarmaðurinn.

Þó aldrei njóta ætti hann síns bezta.

Hann uppi sat ei með það lægra og flárra.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0240.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free