- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
244

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Starfi mínu éi stika reit
Stærri, en gæti skilað betri.
Verði gott af þínu þér,

Þú sem ræður herragöröum!
Ekki vil eg eiga mér
Áhyggjur af mörgum jörðum.

Forðum lagðist Æsi á
Iðjuleysi, svo þeir hærðust,

Iðunn greip upp eplin þá:
Æskuhöpp — í lag þeir færðust.

— Hebra-Javi, heyrðu mér!
Hygg ei eg sé við þig feiminn:
Sælust, veit eg, varð hún þér
Vikan sú, er skópstu heiminn.

Eg get næstum ætlast á
Unað þinn af verki þínu,

— Vott þann um, að vita og fá
Viðkenning á starfi sínu:

Þegar ungum Eden frá
Augun fyrstu, er geta sögur,
Fengju morgun-sól að sjá:

Sýn, að hún var dásemd fögur!

Eflaust sástu, að ei var gott
Iðjuleysið skógar-hjóna,

Svo þú dreifst þau bara brott
Bæði! til að slá og prjóna —

Þó þú létir mynda-mót

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0250.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free