- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
248

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þó færu á’ mis, með dáð var deilt,
Með drengskap leystur vandi —
“Sigruðu rétt og sættust lieilt”,
í sögunni ykkar standi!

1918

Kerlinga-hláka.

Nætur-blindu skarðar skjöldinn,
Skýin synda ört.

Dregin mynd á muggu-tjöldin:
Mótin tinda, svört —
Hlýju-vindur hreppir völdin,
Heiðin kyndir björt.

Hnjúka-garður, girður höklum,
Gulli varður hlær.

Skaflinn liarður, hvergi að öklum
Hamra-barði nær.

Blika jarðar bros frá jöklum.
Blánar skarð um tær.

Vill nú sjá hvort vængur dugi,
Vetrar smá-fuglinn,

Sólskins-brá á fögru flugi
Fljóta um blá-loftin —

Eg er þrá, en hálfur hugi,

Hoppi að ná á minn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0254.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free