- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
269

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

“Heyrðist kveðið upp úr leiði” erlendis.

“ísland, þér slapp aldrei hönd
Öll af barni þínu!

Þó það fengi í fjarri lönd
Fargað leiði sínu.”

1921

Tíðasöngur.

Sjá, hvar grámunkur gamall
Á göngur svo harðar,

Að stökkva vígðu vatni
Á valinn allrar jarðar,

Sem féll í helreið haustsins,
Svo hún varð kirkjugarðar —
Sjáðu, veturinn þar vera
Sig veikan út að bera.

Sjá, hvar foringi fjörsins
Á ferðum er sunnar,

Með gróður yfir grafir
Og grundir frostum brunnar,
Með sigurfána sólar
Og sumar-upprisunnar —
Boðinn gleði og gæzku,

Og gervileiks og æsku.

Stephan G. Stephansson: Andvökur

18

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0275.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free