- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
275

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Landavíður,

Liggur í hlekkjum heimur þinn,
Harðfrosinn

Á hönd og fæti, en hjarta-þíður —
Leys hann meðan lífið bíður!

Slíkt var þinna glapa gjald —
Grimd og myrkri fyrir þér
Sjálfur trúðir, sár og ber
Gafst þig inum vonda á vald.
Hræum þínum hörku-tól
Hlóðu sér í valdastól.

Lát nú eigin dáðir duga,

Djarfleik þinn og vorljóss-huga,
Þó að forin fljóti í tárum —

Þó það hlaupi á hundrað árum
Hjörnin forn að yfirbuga.

Lýður, bíð ei lausnarans,

Leys þig sjálfur! Þínu eirðu —
Oft voru fjötrar foringjans,
Fastast sem að að þér reirðu.
Sagan gjarnast eignar einum
Afrekin þín, dreifði múgur!

Samt mátt bera, svara-bljúgur,
Sakir alls, sem hlauzt af meinum.
Því hefir hlotnast herra-staða
Heimskra sagna mörgu fóli —
Einn gat ráðið skipa-skaða
Skeikull Páll frá Staðarhóli.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0281.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free