- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
281

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Er sem, tognuð út um skref,
Oddum spyrnist haka og nef,

Nædd í nekt.

Mér finst hálfgert hneyksli í
Hér að standa og kíma að því,
Verst því vart,

Baðkúfur þess! börðin kring
Beygluð upp í þríhyrning.
Skoplegt skart!

Verði eg eftir-legu lauf
Liðins árs, er skógar-klauf
Blöðum býst,

Svo sem eg að hnjósknum hér
Hendi gaman, slíkt skal mér
Verðugt víst.

1922

Galílearnir.

Gremst mér títt, hve öld mín óðamálga
Óhlutsamri vinnur gleði-tjón
Rósemd minni. í sögu eða sjón
Keyrir hana að krossi eða gálga,
Þeirra, er lét hún særa eða sálga.

Eigingirnis áframkapp og stritið
Yfir slóðir ræningjanna þvert
Liggur úti, blóðrisa og bert,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0287.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free