- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
10

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Loga-gylta keðju og kraga
Krupu við að hengja á ’ann.

Kringum rakkann hændist hirðin,
Hreyf í ferð og veizlu-gildin.
Kotungunum búin byrðin,
Ðurgeisunum heiðurs-fylgdin.
Héppi á bænda breiðum herðum
Bústinn húkti, í valda-sporum.
Hlassið þyngst af öllum erðum
Einyrkjanna í Þrándheims forum.

Nú kýs margur bokkinn beygður
Bræðralag við einhvern drauginn —
Jarlinn Eysteins illa er heygður.
íslendingur, gaktu’ í hauginn!

Helzt er það í hulu-skýi:

Hvernig að ’ann leið af dögum —
Reynist, eins og önnur lygi
Endirinn á jarla-sögum!

1912

Haug-gangan.

Hann Þorsteinn var kominn á þrettánda ár,
Og þrek ’ans og hugur að stælast.

Um afrek hann dreymdi, til frægðar og fjár,
Sem framtíðin um mætti hælast —

Við óarga nautið ’ann enn hafði ei reynt
Á afl sitt, á heimalands völlum,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0014.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free