- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
12

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Að Þorsteini lýtur ’ans samhliði í sess’

Og segir: “Þér bjarngreiði verður

Þín viðdvöl með okkur. Þeir ætlast til þess

Með oss sért að skulda-þræl gerður.

Því haugbúans samvizka er silfur og gull,
Og sálarlaus gengur hann aftur.
í haug vorum leggur hann legkaupin full
Á lifandi, ef til dugar kraftur.

Því haugeldar morkna í mold,

En loga um andrúmsloft upp’ yfir fold,

Sem endurskin hugsana og verka
Ins göfuga, stór-ráða, sterka.”

“Og þeir þykjast eiga vort umhvelfda skip,
Sem orpið er mold-feygju hlóðum;

Um dysina rázka með dramblætis svip —
Eru Danir með hauglögðum þjóðum.

Þeir heimta, við skuldum sér húsnæði enn,
En höldum þó félagsskap. — Bætin,

Sem ota fram stöðugt þeir óverumenn:

Á óæðra bekk eru sætin!

Þau hlunnindi: að hanga sig við.
í innræti þeirra, í svörum og sið,

Býr sæl-lífis atorku-lúi
í stjórn þeirra stórveldis-fúi.”

“í sæti eg hangi og held rnínu fé,

Og hótunum greiði ei veðið,

En verst sem eg orka, hver undur sem ske,”
Var upphátt af Þorsteini kveðið.

Og nú riðu styrjaldar ósköpin að,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0016.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free