- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
20

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þau völd, sem að hagsmuni hafa
í hendi, til ráns eða gjafa.

Til dómarans skruppum við ár eftir ár,

Með auðmjúkum kærum en sönnum,

Og báðum hans göfgi að gæta vor fjár
í greipum á landráðamönnum.

En hann sagði: Heiðin sú kæmi
Ei heim við sitt lögsagnardæmi.

En við gætum fangað þá, flutt þá í sveit
I fjötrum, og hann skyldi mæta
Og ótrauður gera þá lærðustu leit
í lögbók, og réttarins gæta —

En ætíð kom fé hans af fjalli,

Og fullheimt, á aðra þó halli. .

Við klerkinn við nefndum, í kirkjunnar bann
Þá kumpána alla að lýsa.

Um bannfæring, minni, samt báðum við hann,
Þó bót ættum síður þar vísa.

Sú meiri var máttkari. En honum
Víst mótfeld — Og það lét að vonum!

En hann færðist undan. Þeir ei hefðu skert
Neinn einkarétt kirkju, að þessu —

Og satt var, að jólakveld komu þeir hvert
I kirkju, og hlýddu þar messu
Með lotningar-fylling og fórnum.
í fylkingu instir í kórnum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0024.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free