- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
22

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og nauðugir fáum liann bráðum
Með frjálsgefinn fótinn og sporðinn,

Og flokksmann og sveitunga orðinn.

II.

Fyrst við áttum nú fyrir sigri að sjá
Og siðum, að drekka þeim erfi,

Við efndum til veizlu. En strax kom á stjá
Alt stórmenni, í dölum og hverfi —
í gildið, sem heiðursgest hollan,

Þeir höfðu þann nítjánda, skollann!

Því þegar við fylktum um fjallþjófa lönd,

Og fangað þá höfðum, að kalla,

Hann leyndist á brottu, gekk bygðinni á hönd,
Var bættur og sættur við alla.

Hvað ávinnur illgetu-kvitni
Gegn iðrunum tómum sem vitni?

Samt greip okkur óhugur umtölulaus,

Sem af sér það kurteisin harki:

Hvað ólafur sagði um Hákonar haus
í höndunum blóðugu á Karki.

Við sungum, og sátum þó inni —

Og sögðum þar fyrir hans minni.

1916

Fall samtíðarmannanna.

Þegar vörnin er á enda.
Útlaganna úr bygð og skólum

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0026.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free