- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
26

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

“Eg er skáld og kann að kveða,
Kóngur þú, og sæmd að hlýða
Lofi þínu, ljóði mínu!

Leyfið að eg flytji, herra!”

Hvesti að honum ýgum augum
Ólafur og hugði verra:

“Þú skalt ljúka öðru áður!

Ort þú hefir langtum fleira —
Mansöng, kveðinn um sig unga,
Ástríður er gjörn að heyra!

Lát oss sjá, hve syrpur þínar
Sæma henni, Noregsdrotning!”
Óttar kvað: “Eg kann þær ennþá
Konungsboði tek með lotning.”

III.

Kvæðið hóf ’ann. Hirðin þagði,
Hlustarnæm að flímið skildi —
Eins og seytla um silfurskálir
Seiddi Óttars raddar-mildi.

Var þó sem við skreyti-skrumið
Skáldamálsins hann sig efi,

En sem lægju langir kossar
Leyndir undir hverju stefi.

Allir sátu hirðmenn hljóðir,

Hönd var knélögð undir borði.
Sýndist skína úr svipnum þeirra
Samvizkan í hverju orði.

Það var að eins er hann nefndi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0030.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free