- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
28

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

“Man eg æ — við eitt sinn dvöldum
Inn hjá Væni, sumarkveldis,

Tvö og ein, og áttum saman
Aftanfegurð Svíaveldis.

Þá var okkur ekki í huga
Óttahik við dóm í sögum,

Hvort við hlutum ríkis-ráðin
Rétt, og samkvæmt Gautalögum.”

V.

Ólafi var sveimul sjálfum
Sveitastúlka í löngu minni.

Eftir henni fyrstri forðum
Frétti hann, í útlegð sinni.

Hafði síðar ljóð og langskip
Lagt fyrir sjóarhamra enni
Út til drifs, frá höfnum hennar,
Hrösul-giftrar lítilmenni.

Mælti ljúft og leit til Óttars,
Loknum hans að bragaraunum:
“Skáld, nú máttu heilu halda
Höfði þínu að kvæðalaunum” —
Drotning hafði unaðs-örugg
Undir flutning ljóða snjallra
Setið, djörf og sveipinfölduð,
Sigur-rjóð og prúðust allra.

Rauðagull-hring rakti af hendi,
Rendi að Óttar baugi sínum:
Þigðu, skáld, sem glampa á götu,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0032.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free