Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Skolavatn í vöngum þess að lækka,
Fyrir ofan straumsins steypi-för.
II.
Hinztur hélt til náða
Halli, að lága tjaldi.
— Leik-fífl, höfð í haldi,
Háttum sín ei ráða —
Ósamvali ins æðra
Eftir vöku-notin.
Njósn um náttstað bræðra
Nú í brjóst hans skotin.
Stundum fann hann þurð í þessum sjóð
Þjóðar-rógs, og hæðnis-sögu burðar.
Minni von, að verða myndi góð
Vistin þá, sem alt til haldið snurðar.
Sérhvert hler var helzta von til fengs
Honum, vönum flugusagna-skytja,
Um hvern ljóð og lastyrði að sitja
Haft um stjórn, í mæli manns og drengs.
Tómlega frá tjöldum
Tölti læðu-fótum,
Eftir eyrar-grjótum,
Út að bólstað köldum.
Eimdi ei andardráttur
Upp úr híði gilsins,
Hljóð né hjartasláttur
Höfga bjarnarylsins.
Stephan G. Stephansson: Andvökur
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>