- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
55

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lárus, og þá fleiri.

Hann, með fang-svip föttum,
Fúll og vika-tregur
Drundi að lesta-dröttum,
Digurbarkar-legur.

Hinum-megin beið með “Konungs-Brún”
Beizli og týgjum lagðan, höfuðsmaður,
Fylgdar yfir ána, væri hún
Öllu fær, og tryggur viðtaks-staður.
Lestar-megin drengi sína sá
Söðulreiði, Björg, af hestum spretta,
Ganga frá því, snúa út í,á.
Eftirlegu-mannsins bið að létta.

Sterkt er straumur kafinn,
Streng um hnútur brýtur,

Makki og höfuð hafin,

Hæsta lendin flýtur —

Vel er vaðið riðið,

Vana-leikur drengja!

Næmt er mjaðað miðið
Milli gígs og strengja.

Létt og skjótt tókst yfir-reið um á.

Óðar lagt með höfðingjann á vaðið —

Þar sem sízt var svigrúm, bærist á,
Sýndist hrekja, eður við þar staðið?

Inn í skóg sem skotið væri ör,

Skefldist svelgur yfir menn og hesta —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0059.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free