- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
69

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Því mannvitið í henni ofmikið var —

Menn álpast á það kannske seinna.

En svo hefir tregnúinn tíminn sér breytt.

Og tiltækin spá mér nú illu,

1 kirkjuna þýzkuna Lúther gat leitt —

Ið leiðasta í allri hans villu.

En eg held, in íslenzka þjóð yrði þjál
Að þrælseljast uppskafnings dönsku.

Svo breyti eg um vélar, um vog og um mál,
Og viðeyk þá skrælingja frönsku.

En skáldunum sumum mér óþörf er í,

Og enga við meinlegri fundum,

Því það er sem guðspjöllin, gömul og ný,
í grun þeirra spretti upp á stundum.

Á Fróni hóf latínan mig ekki mjög,

Þó málæðið spilti þar huga.

Með dönskunni hef’ eg nú lærdóm og lög
Svo lullað, að vel mætti duga.

En alþýðu-skáld eru þröskuldur þar,
í þjóðernið lífseigju kliða.

Og þráin til alls, sem að veglegast var,

Hún vaknar, er stuðlarnir iða.

Þar býr nú sá maður, sem kveðandann kann,
Hann Kolbeinn. Og fyr en þeir deyð’ ’ann

— Þó lítill sé slægur í slíkum sem hann —
Mér slyngara finst þó að veið’ ’ann.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0073.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free