- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
72

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Samt orti hann þarna í þrjú hundruð ár
Og þar býr hann lifandi og dauður.

í ár er það svona. En seinna það má
í sveit auka túnvelli og bögu.

Og stuðlarnir þruma enn þústinni frá,

Um þrjúhundruð-áranna sögu.

En fátt var þó kempulegt Kolbeini á:

Um kinnarnar útigangs-skorpinn,

Og ei fyrir mann var hann mikill að sjá,

Og myndin hans dökkýrð og korpin.

í knjám var hann hokinn og bak hans var bent,
Og bárur um lófana stóra.

Hann leit út sem túnjurt af hendingu hent
Á hrjóstur, að visna eða tóra.

En hitnaði skap hans, þá beið hann sitt barr,
í bragðinu snjallur og þorinn,

Og ljómaði upp, sem ið kræklótta kjarr,

Er knapparnir springa út á vorin.

Og skýlið hans kallaðist bæli og bás,

Og búlandið skriður og keldur.

Fyrir hurð sinni átti hann alls-engan lás —

Og ei fyrir trú sinni heldur.

En út yfir heiðarnar hentust hans ljóð,

Og háseta til fram á víði.

Og hann var þeim myrkfælnu hjálpin í óð,

Og héraðsins átveizlu-prýði.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0076.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free