- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
90

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

90

Jóla-bylur.

I.

Holtasel, hátíðagleðin þekti vel.

Inn, oft kom hún þar, í hlýindin,

Þó þar væri ei annað jóla-nóg.

— Gestrisnin gegndu þar búi, og fátæktin.

Jólakvöld jafnast verða fjallaköld.

— Nú, næturliríðar grimdarsúg,

Bær byrgðan varla úti fær.

Hríða-haf, hamslaust, sökti öllu í kaf.

Um það el ófært var í Holtasel.

— Tó, túngarðs-lausa í eyði-mó,

Hver hitta mun, ef blindhríð er?

— Hátíðin, hvarf frá slíku þetta sinn.

II.

Holtabýlis húsfreyjunni
Hagur var ei jóla-mjúkur:

Kjöltubarn og bóndinn sjúkur,

Bólsett eirðu í fjalrekkjunni.

Hölluð upp við hvílustokkinn,

Harkar af sinn jólalestur,

Skelfd við högg í heimaflokkinn.

— Hríðin úti, næturgestur.

Hann var eftir allan daginn
Ókominn — né séð hvar lendi —
Drengurinn hennar, sem hún sendi
Sveitarleið í Efstabæinn.

Komin nótt, og hann fór heiman

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0094.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free