- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
98

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sami ofsinn upp var genginn
Yfir Holtasel.

Hræðslan lengri, hraðfrétt engin
Hvað var stígiö fyrir drenginn.
Ekkert kvikt um mó né mel.

Meðan þar stóð hlé, í hlaðið
Ilafði Kúfa ein

Snjóinn heim til húsa vaðið —
Hrossið úti næturstaðið,

Kom úr haga, háttasein.

Húsmóðirin henni á stallinn
Hleypti, í jólagjöf.

Hafði snjó, við hurðir fallinn,
Hliðrað um. En drifinn mjallinn
Fylti aftur gerða gröf.

Bóndann sinn og barnið vakið
Bæði hafði glatt.

— Heyrði nú á hurðar-flakið
Hristast — gegnum veðrabrakið —
Drepið högg, og dyra kvatt.

Kunni þó, á kenzlum glöggum

Kenna, að Ingi sinn

Átti þar ei hönd í höggum.

— Hríðbarðir, með klaka-böggum,
Karlmenn tveir þar komu inn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0102.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free