- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
108

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Aftur sigldi sinn —

Kátum afreks-orðum,

Yfir veizluborðum,

Rímaði svona reikninginn:

“Fyrst um sinn mun fátt um mann
Fróns í sveitum hrjúfu.

Uppi kjara kannske kann,
Karlfýlan á Þúfu.

Færi eg þangað framar inn,

Findi eg garðinn auðan.

Þeir hafa nú selt mér, sinn
Síðsta lagð fyrir dauðann.

Þó hyrfi um stund af hólma þeim
Hlutur gróða-vona,

Til eru ótal horn um heim
Hæf að vinna svona.”

III.

Þyrmdi yfir þjóð um hérað,

Þar var einhver feikn á seiði —

Sem við gól í galdramanni,

Gufan upp úr fornu leiði
Virðist rjúka, rísa, blána,

Raða sér í mynd ins dána:

Utan af hafi mistur-móða
Mjakast sást inn fjörðinn góða.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0112.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free