- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
116

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Rán og spilling — skammsýnn mjög
Þegar hann með hrekkja-bragði
Hjörvarð glapti, svo hann lagði
Konungs-sverð í Kraka hönd,

Helgaði sér ’ans hjör og lönd —
Þýddi kæna lygi í lög.

Auðveldast er argra næmi
Óvandaðast konungs dæmi,

Afsökun hjá ilsku hverri
Eftirleiksins hálfu verri —

Ósköp lands eru eftirdrög.

Fremstur Kraki falli varðist,
Frækilegast sjálfur barðist.
Odd-djarfastur áhlaups beið ’ann.
Aftastur á helveg reið ’ann.

II.

Einn sat Bjarki auðum höndum
Inn’ í höll, ’

Móðhugaðri en eggjun öll.

Orkaði á hæfni í höggi hverju
Hleiðru-kappa, og dug í verju

Fáliðanna, er hallar hliði
Héldu fyrir ofurliði:

Auknum múg við mannaföll —
Banahöggvin blóðlaus tröll
Kóklast reyndu á kné sín aftur,
Kviknaði nár af ilsku-hug.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0120.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free