- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
121

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Voldugasta víkings-höndin
Vopnin brýtur friðar löndin.”

Ögranir.

Þegar sérhver ganti og gjóstur
Grunnhygnina æsti í róstur,

Fús til sig og sína að spara,
Sjálfur ætlar hvergi að fara!
Eggjaði hæzt á múga-mannsins
Mannablót til fósturlandsins,

Viss, að bera í sínum sjóði
Sæmd og auðlegð frá hans blóði,
Tómum köllum kok-hreystinnar
Kaupa nafnbót lýðhyllinnar:
Stærstan huga þurfti þá,

Að þora að sitja hjá.

1914

Svefn ins réttláta.

Sætt mun veslings sannleikinn
Sofa um þessar mundir,
Hlekkjaður við höggstokkinn
Hermanns breddu undir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0125.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free