- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
123

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Morkið, hrannað, kviksyndi af náum
Ýldu-svörtum, sumstaðar á iði.

Samist hafði því um fárra tíma
Vopnahlé, því valinn átti að ryðja.

Að því búnu aftur skyldi hafin
Orustan, á ruddri braut til heljar.
Sérhvert peð á sínum reit á meðan
Sitja kyrt, og manndráps-taflið standa.
Orða-skila bil var blóðvallarins
Breidd, á milli vegendanna fremstu.

*



Öðrumegin, bak við reittan runna,
Réttist upp á kné sín álilaupsmaður.
Skarn og blóðpoll skriðið hafði á grúfu
Skothríð undir. Síðan kveldið áður.
Niðr’ í leirnum legið hafði flatur
Langa haustnótt, dregið líf og nötrað.

Ljúf var ennþá æskunni lians sterku
Upprisan í sólskinið og friöinn.



Gegnt á móti, gægðist upp úr fúlli
Gryfju sinni, framvarðsliði roskinn.

Föt lians vóru blaut og dreyra-blettuð,
Blóðug skóvörp, þó hann ósár væri.

Þarna haföi hann legið milli líka
Langa sólarhringa, í fremsta vígi.
Yngsti sonur hniginn lá til hægri,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0127.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free